Anthony Martial framherji Manchester United verður áfram fjarverandi þegar Tottenham heimsækir Old Trafford á morgun.
Martial meiddist fyrir rúrmri viku síðan í sigri á Everton eftir að hafa byrjað fyrsta leik sinn á tímabilinu.
Christian Eriksen var veikur gegn Newcastle um helgina og gæti spilað á morugn.
„Anthony Martial er ekki klár í slaginn;“ sagði Erik ten Hag við fréttamenn í dag.
„Við verðum að bíða og sjá með Eriksen, hann var úti á grasi. Við verðum að sjá hvernig endurheimt hans verður og svo tökum við ákvörðun á morgun.“
Eriksen átti sín bestu ár í fótbolta með Tottenham og vill vafalítið spreyta sig gegn gömlum félögum.