Joe Gomez varnarmaður Liverpool kemur sterklega til greina í leikmannahóp Gareth Southgate á HM í Katar.
Ensk blöð fjalla um málið í dag en ástæðan eru meiðsli sem herja á Kyle Walker og Reece James.
Gomez var frábær í hjarta varnarinnar hjá Liverpool í 1-0 sigri Liverpool á Manchester City á sunnudag.
Meiðsli hafa herjað á Gomez síðustu ár en hann hefur spilað ellefu landsleiki fyrir enska liðinu.
Gomez er 25 ára gamall og hefur ekki spilað í tvö ár með enska landsliðinu vegna meiðsla.
Meiðsli hafa herjað á varnarmenn enska landsliðsins undanfarnar vikur og því er Gomez mættur á blað Southgate.