Það er ekkert leyndarmál að Belginn Eden Hazard hefur upplifað mjög erfiða tíma hjá liði Real Madrid.
Hazard kom til Real frá Chelsea árið 2019 en hann var þá talinn einn öflugasti sóknarmaður Evrópu.
Hazard hefur verið mikið meiddur síðan hann kom til Real og er ekki inni í myndinni hjá Carlo Ancelotti, stjóra liðsins.
Það er í raun ótrúleg staðreynd að Hazard hefur ekki spilað í einum ‘El Clasico’ leik á þremur árum eða síðan hann kom til Spánar.
Hazard var ónotaður varamaður gegn Barcelona um helgina en átta viðureignir hafa átt sér stað síðan hann færði sig um set.
Framtíð leikmannsins er alls ekki talin vera hjá Madrid og gæti hann snúið aftur til Englands á næsta ári.