Bayern Munchen hefur enn áhuga á framherjanum Harry Kane sem spilar með Tottenham á Englandi.
Frá þessu greinir TZ í Þýskalandi en Kane hefur lengi verið á óskalista Bayern en alltaf þótt of dýr.
Kane verður samningslaus í London árið 2024 og væri það tækifæri fyrir Bayern að kaupa hann næsta sumar.
TZ segir að Bayern sé reiðubúið að borga 88 milljónir punda fyrir Kane sem er 29 ára gamall og einn besti framherji heims.
Kane myndi þar taka við af Robert Lewandowski í Munchen en hann gekk í raðir Barcelona í sumarglugganum.