Karim Benzema er besti leikmaður heims árið 2022 en hann fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í gær.
Benzema var alltaf líklegastur til að vinna verðlaunin en Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, var í öðru sæti.
Benzema er 34 ára gamall og leikur með Real Madrid og hefur gert alveg frá árinu 2009.
Kylian Mbappe var mættur á hátíðina í Frakklandi en hann kom til greina sem leikmaður ársins. Hann vann þau ekki núna en hefur nokkur ár til stefnu.
Mbappe mætti til hátíðar við það að baulað var á hann, líklega var um að ræða stuðningsmenn PSG sem hafa fengið fréttir af því að Mbappe vilji fara frá félaginu.
.@KMbappe has arrived at the Theater of Chatelet with his dad 👀#ballondor pic.twitter.com/L0WwpOGGvn
— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022