Kepa Arrizabalaga var lengi úti í kuldanum hjá Chelsea en hann er dýrasti markvörður sögunnar og kom til félagsins árið 2018.
Miklar bundnir voru gerðar til Kepa er hann kom frá Athletic Bilbao fyrir fjórum árum en hann stóðst ekki væntingar.
Spánverjinn hefur undanfarið fengið að spila fyrir Chelsea en Edouard Mendy hefur misst sæti sitt í liðinu.
Kepa var enn og aftur frábær fyrir Chelsea í gær gegn Aston Villa er liðið hafði betur, 2-0 á Villa Park.
Stuðningsmenn Chelsea eru að samþykkja Kepa hægt og rólega en hann er að vinna sér inn mörg stig með frammistöðunum undanfarið.
,,Þetta var frammistaða í heimsklassa,“ sagði Graham Potter, stjóri Chelsea, eftir sigurinn en Villa átti alls 18 marktilraunir í leiknum.
,,Ég er svo ánægður fyrir hans hönd, hann hefur þurft að upplifa erfiða tíma en er enn að bæta sinn leik.“