Karim Benzema er besti leikmaður heims árið 2022 en hann fékk Ballon d’Or verðlaunin afhent í kvöld.
Benzema var alltaf líklegastur til að vinna verðlaunin en Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, var í öðru sæti.
Benzema er 34 ára gamall og leikur með Real Madrid og hefur gert alveg frá árinu 2009.
Frakkinn var ótrúlegur á síðasta tímabili er Real vann Meistaradeildina og skoraði þá 44 mörk í 46 leikjum.
Það er athyglisvert að skoða listann yfir topp tíu bestu leikmenn heims árið 2022 en athygli vekur að Robert Lewandowski er í fjórða sæti.
Hér fyrir neðan má sjá tíu bestu leikmenn ársins.
1. Karim Benzema
2. Sadio Mane
3. Kevin De Bruyne
4. Robert Lewandowski
5. Mohamed Salah
6. Kylian Mbappe
7. Thibaut Courtois
8. Vinicius Junior
9. Luka Modric
10. Erling Haaland