Rúða á liðsrútu Manchester City varð fyrir skemmdum er hún keyrði með leikmenn liðsins frá Anfield eftir stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Liverpool tók á móti City í gær. Þetta hafa verið bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Fyrrnefnda liðið hafði hins vegar ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Það kom því nokkuð á óvart að lærisveinar Jurgen Klopp hafi farið með 1-0 sigur af hólmi í gær.
Á leið af vellinum var einhverju kastað í liðsrútu City, ekki ólíklega af stuðningsmönnum Liverpool.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.
Man City say this damage to the windscreen of team coach happened on Anfield Road as it left Liverpool after yesterday’s game. pic.twitter.com/jI4S307ox8
— Simon Stone (@sistoney67) October 17, 2022