Real Madrid er tilbúið að bíða þar til um sumarið 2024 með það að fá sér framherja, til að geta klófest Erling Braut Haaland. Marca segir frá þessu.
Klásúla er í samningi Haaland hjá City um að hann megi fara fyrir 175 milljónir punda sumarið 2024. Norðmaðurinn kom til enska félagsins í sumar og hefur farið á kostum.
Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur lengi verið orðaður við Real Madrid og talið að spænska höfuðborgin sé næsti áfangastaður Frakkans unga.
Nú er hins vegar útlit fyrir að Real Madrid muni frekar reyna við Haaland.
Mbappe var á dögunum orðaður frá PSG og hann sagður ósáttur við félagið. Í kjölfarið var hann orðaður við Real Madrid á ný.
Sóknarmaðurinn sló hins vegar á þær sögusagnir í gær.