Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks verður gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í kvöld.
Þátturinn fer í loftið klukkan 20:00 og er endursýndur klukkan 22:00.
Breiðablik varð Íslandsmeistari fyrir viku síðan en liðið hefur tíu stiga forskot á toppi deildarinnar, þegar tvær umferðir eru eftir.
Óskar er að klára sitt þriðja tímabil með Blika en hann fer yfir tímabilið í ár og opnar sig um hlutina á bak við tjöldin.
Stillið inn klukkan 20:00 þar sem Óskar ræðir málin á opinskáan hátt.