Didier Drogba, goðsögn Chelsea, er ekki pent hrifinn af því sem er í gangi hjá félaginu í dag eftir eigandaskipti.
Todd Boehly er í dag eigandi Chelsea en hann tók við af Roman Abramovicj í sumar sem hafði átt félagið frá árinu 2003.
Drogba spilaði lengi með Chelsea er félagið var í eigu Abramovich og var mjög hrifinn af vinnubrögðum klúbbsins á þeim tíma.
Boehly og hans menn ákváðu að breyta mikið til eftir skiptin í sumar og er það eitthvað sem Drogba hefur áhyggjur af.
Starfsfólk sem hafði unnið á Samford Bridge í langan tíma var látið fara en einhverjir höfðu unnið fyrir félagið í öll 19 árin undir Abramovich.
,,Ég þekkti þetta félag undir Abramovich en í dag finnst mér vanta hluti. Það er mjög erfitt fyrir mig að skilja hvernig þeir losuðu ákveðið fólk,“ sagði Drogba.
,,Til dæmis sjúkraþjálfararnir, þeir voru þarna í langan tíma. Félagið ætti að fara eftir fyrrum vinnureglum og virða þau gildi sem voru þar áður.“