Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að Manchester United hafi átt að fá víti í leiknum gegn Newcastle í gær.
Liðin mættust á Old Trafford í úrvalsdeildinni í gær. Lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Eftir tæpan klukkutíma leik virtist Sean Longstaff brjóta á Jadon Sancho innan teigs. Ekkert var þó dæmt.
„Ég get ekki séð hvernig þetta er ekki víti. Dómarinn er í bestu mögulegu stöðunni. Það kom mér á óvart að hann hafi ekki dæmt víti,“ segir Gallagher.
Svo fór að United tapaði dýrmætum stigum í leiknum. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með sextán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal.
Newcastle situr sæti neðar með fimmtán stig.
Sjá einnig: Alan Shearer hjólar í leikmann United – „Haltu áfram að fucking dýfa þér“