Það fór af stað furðuleg atburðarás í gær fyrir leik Hull og Birminham í ensku B-deildinni.
Þá kom í ljós að mörkin sem átti að spila með voru of há. Það þurfti því að saga neðan af þeim.
Leiknum var frestað um 23 mínútur vegna þessa en fór að lokum fram án vandræða. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Svo fór að gestirnir frá Birmingham unnu 0-2 sigur á Hull. Troy Deeney kom þeim yfir eftir tæpan stundarfjórðung með marki úr vítaspyrnu. Hann átti eftir að klúðra annari vítaspyrnu síðar í leiknum.
Juninho Bacuna innsiglaði 0-2 sigur Birmingham snemma í seinni hálfleik.
Hull City vs Birmingham City has been delayed because the goals are too big 🥅
They are currently being sawed 2 inches smaller 🤣 pic.twitter.com/fMMoQOdoyE
— Football Daily (@footballdaily) October 16, 2022