Ballon d’Or verðlaunin verða veitt í kvöld. Verður það í 66. sinn sem þau eru afhent.
France Football stendur fyrir kosningu á besta leikmanni heims sem fyrr.
Í fyrsta sinn eru verðaunin veitt út frá frammistöðu leikmanna á síðasta tímabili, en ekki árinu í heild.
Samkvæmt fjölda heimilda utan úr heimi mun Karim Benzema hjá Real Madrid hreppa verðlaunin í karlaflokki. Hann fór á kostum á síðustu leiktíð og átti risastóran þátt í því að lið hans varð Spánar- og Evrópumeistari.
Hér að neðan má sjá þá sem eru tilnefndir.
Í kvennaflokki er Alexia Putellas talin líklegust til að hreppa verðlaunin. Hún er leikmaður Barcelona og átti frábært tímabil.
Hér að neðan má sjá þær sem eru tilnefndar.