Alan Shearer fyrrum framherji Newcastle var ekki sáttur með Jadon Sancho kantmann Manchester United í gær og sakaði hann um leikaraskap.
Sancho vildi fá vítaspyrnu í leik United gegn Newcastle í gær. Hann féll í teignum eftir viðureign við Sean Longstaff.
Longstaff virtist koma við Sancho sem fór niður með tilþrifum. „Haltu áfram að fucking dýfa þér, þú færð víti einn daginn,“ skrifaði Shearer reiður.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli á Old Trafford en United setti mikla pressu á Newcastle í síðari hálfleik, án þess að skora.
United vildi fá tvær vítaspyrnur í síðari hálfleik og þá töldu þeir að löglegt mark hefði verið tekið af Cristiano Ronaldo.