Það eru nokkuð góðar líkur á því að sóknarmaðurinn Richarlison muni missa af HM með Brasilíu í næsta mánuði.
Richarlison meiddist í gær er Tottenham spilaði við Everton í ensku úrvalsdeildinni en hann er leikmaður þess fyrrnefnda.
Brasilíumaðurinn var áður leikmaður Everton en gekk í raðir Tottenham í sumar.
Richarlison fór af velli á 52. mínútu í gær og sást yfirgefa völlinn á hækjum vegna meiðsli í kálfa.
Talið er að Richarlison muni missa af HM í Katar en hann á eftir að fara í nánari skoðanir og kemur það í ljós á næstu dögum.
Það eru tæplega sex vikur í að HM fari fram og er einnig stutt í að lokahópur Brasilíu fyrir verkefnið verði kynntur.