Það er alltaf áhugavert að skoða lista yfir markahæstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem var stofnuð árið 1992.
Alan Shearer er markahæstur í sögunni en hann skoraði 260 mörk fyrir Blackburn og Newcastle á sínum tíma.
Shearer skoraði 260 mörk og í öðru sæti er Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, með 208 mörk.
Einn núverandi leikmaður fær pláss á listanum en það er Harry Kane hjá Tottenham sem er í þriðja sæti með 192 mörk.
Kane mun alltaf ná meti Rooney ef hann spilar áfram á Englandi en markmiðið er væntanlega að ná Shearer sem verður alls ekki auðvelt.