Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur greint frá því hvað hann sagði við markmanninn Francis Uzoho á fimmtudaginn.
Uzoho spilar með Omonia í Kýpur og átti stórleik er hans menn töpuðu 1-0 í Evrópudeildinni á Old Trafford.
Uzoho vakti mikla athygli eftir leik en hann er harður stuðningsmaður Man Utd og er duglegur að hvetja liðið áfram á samskiptamiðlum.
Þessi 24 ára gamli markmaður átti stórleik í viðureigninni og fékk hrós frá Ten Hag eftir lokaflautið.
,,Ég hrósaði honum fyrir vel unnin störf. Hann varði svo marga bolta, svo mörg tækifæri fóru forgörðum og við héldum þeim í leiknum,“ sagði Ten Hag.
,,Frammistaðan fyrir utan teiginn var góð en færanýtingin var ekki of góð. Við vonum að mörkin muni koma um helgina.“
Þau komu því miður ekki en Man Utd gerði markalaust jafntefli við Newcastle í dag.