Liverpool vann stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Manchester City á Anfield.
Liverpool hefur verið í töluverðri lægð síðustu tvo mánuði og er langt frá toppsætinu eftir tíu umferðir.
Eitt mark var skorað á Anfield en það gerði Egyptinn Mohamed Salah þegar 76 mínútur voru komnar á klukkuna.
Salah gerði vel í markinu persónulega en stoðsendingin er skráð á markmann liðsins, Alisson.
Hér má sjá markið.
Salah Goal pic.twitter.com/QEsJKzBlsF
— Prem Goals (@PremierLeagueSZ) October 16, 2022