Mason Mount átti frábæran leik fyrir Chelsea í dag sem mætti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea vann 2-0 útisigur á Villa Park þar sem enski landsliðsmaðurinn sá um að skora bæði mörk gestaliðsins.
Seinna mark Mount var stórglæsilegt en hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu af löngu færi.
Emiliano Martinez réð ekki við spyrnu Mount í markinu eins og má sjá hér fyrir neðan.
I’m so happy for Mason Mount’s goal… 🥺💙
He has been wanting this, now he’s got it (2 goals today!) pic.twitter.com/B829DNlKZI
— ‘Timileyin (@timi_joel) October 16, 2022