fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Ræðir um kröfurnar sem Óskar gerir – „Verður alveg mjög krefjandi og ógeðslegt á þeim tímapunktum“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. október 2022 12:00

Óskar Hrafn Þorvaldsson. fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði nýkrýndu Íslandsmeistaranna í Breiðablik var gestur í Íþróttavikunnni með Benna Bó þessa vikuna. Þar var meðal annars rætt um þjálfara liðsins Óskar Hrafn Þorvaldsson en hann hefur gjörbreytt umhverfinu og liði Breiðabliks.

Með tilkomu Óskars Hrafns og Halldórs Árnasonar, hefur að mati Höskuldar, komið þannig kúltúr í lið Breiðabliks að það er gerð gífurleg krafa, fyrst og fremst um frammistöðu og svo árangur.

„Á hverri æfingu, æfingaviku og hverjum leik. Ráin er bara komin það hátt að þetta er normið. Þá er standardinn bara orðin þannig hjá okkur off-dagur er samt um 30% betri frammistaða en hún hefði verið á off-degi fyrir nokkrum árum síðan.“

„Svipuð staða og Víkingar hafa gert,“ segir Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs. „Þessi félög hafa ýtt hvort öðru hærra.“

Þeirri spurningu var síðan beint til Höskuldar hvernig væri að vera með svona kröfuharðan þjálfara líkt og Óskar Hrafn?

„Stundum, eins og til dæmis á undirbúningstímabilinu, þarf maður alveg að banka í hausinn á sjálfum sér og liðsfélögunum þegar vakna upp spurningar um það af hverju við erum að þessu því þetta verður alveg mjög krefjandi og ógeðslegt á þeim tímapunktum.

Það er samt ákveðin fegurð í því og þú getur ekkert efast um það hvort það sem þjálfararnir leggja fyrir okkur virki. Verðlaunin fyrir það að halda trúnni og leggja sig fram eru, eins og í ár, fyrsta sætið. Þetta er bara spurning um það hvað þú ert tilbúinn til að leggja á þig.“

Nánari umræðu um Breiðablik og Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf 72 mörk til viðbótar

Þarf 72 mörk til viðbótar
433Sport
Í gær

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn
433Sport
Í gær

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum
Hide picture