Casemiro, leikmaður Manchester United, hefur nefnt fjóra leikmenn sem hann hefur náð að vingast við á stuttum tíma hjá félaginu.
Casemiro nefnir auðvitað Cristiano Ronaldo sem spilaði með honum hjá Real Madrid og Fred sem er samherji hans í brasilíska landsliðinu.
Antony er annar landi Casemiro sem kemst á listann sem og Diogo Dalot, bakvörður frá Portúgal.
Casemiro kom til Man Utd í sumar frá Real en hefur byrjað nokkuð hægt með sínu nýja félagi.
,,Mínir nánustu vinir eru Cristiano, Diogo, Fred og Antony,“ sagði Casemiro.
,,Andrúmsloftið er rólegt í búningsklefanum, allir leggja sig fram og virða merkið og félagið. Að leggja sig fram er mikilvægast.“
,,Auðvitað er tími til að vinna og leggja hart að sér og svo er tíminn til að grínast og það er mjög mikilvægt.“