Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði nýkrýndu Íslandsmeistaranna í Breiðablik var gestur í Íþróttavikunnni með Benna Bó þessa vikuna ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.
Þar var meðal annars ræddur úrskurður aga- og úrksurðarnefndar KSÍ frá úrslitaleik Mjólkurbikars karla þar sem KSÍ var meðal annars sektað um 200 þúsund krónur. Þar sem að við framkvæmd úrslitaleiks bikarkeppninnar hafi öryggi og regla ekki verið tryggð. Sérstaklega hafi öryggi leikmanna, dómara, þjálfara, áhorfenda og annarra ekki verið nægilega tryggt fyrir leik, á meðan leik stóð og eftir að leik lauk.
„Þetta er mjög áhugavert og virkar eins og ákveðinn leikþáttur þar sem að sambandið sektar sig sjálft berum þetta bara saman við að ef þú skuldar sjálfum þér fimm þúsund krónur,“ segir Hörður Snævar um málið.
FH fékk sekt upp á 50 þúsund krónur og Víkingar fengdu sekt upp á 200 þúsund krónur sem og heimaleikjabann.
„Þetta er auðvitað mjög þung refsing á Víkinga. En eins og svo oft áður þegar knattspyrnusambandið er að gera eitthvað þá er þessi tilkynning sambandsins dálítið loðin.
Við fáum ekki að sjá skýrslu eftirlitsmannsins, vitum ekki nákvæmlega fyrir hvað þessi sekt á Víkinga er. Fyrir hvað er þessi 200 þúsund króna sekt, fyrir hvað er þetta heimaleikjabann?“
Nánari umræðu um úrskurð aga- og úrkurðanefndar má sjá hér fyrir neðan: