Kjartan Henry Finnbogason framherji KR hefur verið í fréttum undanfarna daga en svo virðist sem KR hafi rift samningi hans á dögunum.
Vísir.is sagði frá því fyrir helgi að samningi Kjartans hefði verið rift en KR boðið honum nýjan samning.
Kjartan var ekki í leikmannahópi KR gegn Breiðablik í gær en Rúnar Kristinsson þjálfari KR var spurður um framtíð hans.
Rúnar hélt því fram að Kjartan væri enn leikmaður KR og að hann ætti ár eftir af samningi sínum.
Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur blandað sér í málið og deilir frétt með ummælum Rúnars frá því í gær.
„Af hverju segir þjálfari KR ekki satt og rètt frá?,“ segir Jóhann Berg í færslu á Twitter.
Af hverju segir þjálfari KR ekki satt og rètt frá? https://t.co/3c2Tjsa35W
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) October 16, 2022