Mason Mount átti frábæran leik fyrir Chelsea í dag sem mætti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea vann 2-0 útisigur á Villa Park þar sem enski landsliðsmaðurinn sá um að skora bæði mörk gestaliðsins.
Sæti Steven Gerrard, stjóra Villa, er nú orðið ansi heitt en liðið er í 16. sæti deildarinnarm eð níu stig úr tíu leikjum.
Chelsea var að næla í sín 19. stig í deildinni og er nú þremur stigum á undan Manchester United.
Man Utd missteig sig á heimavelli á sama tíma en liðinu mistókst að skora í markalausu jafntefli við Newcastle.
Southampton og West Ham áttust þá við á heimavelli þess fyrrnefnda og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli.
Aston Villa 0 – 2 Chelsea
0-1 Mason Mount(‘6)
0-2 Mason Mount(’65)
Man Utd 0 – 0 Newcastle
Southampton 1 – 1 West Ham
1-0 Romain Perraud(’20)
1-1 Declan Rice(’64)