Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði nýkrýndu Íslandsmeistaranna í Breiðablik var gestur í Íþróttavikunnni með Benna Bó þessa vikuna ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.
Þar barst talið meðal annars að því hvort Höskuldur væri til í að reyna fyrir sér einu sinni enn í atvinnumennsku. Höskuldur er 28 ára gamall, var í landsliðshópnum í síðasta landsliðsverkefni og reyndi fyrir sér á sínum tíma í Svíþjóð með Halmstads BK.
„Ef það kæmi þannig lið,“ svaraði Höskuldur játandi aðspurður hvort hann væri til í einn hinsta dans í atvinnumennsku.
„Ég er ekki í neinum rembingi um að komast aftur út í atvinnumennsku en það býr klárlega í mér hungur til að gera það ef það kæmi stórt lið í til dæmis efri skalanum í Skandinavíu.Ég er með metnað til að hækka mína eigin rá sem fótboltamaður.“
Höskuldur hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið á þessu ári.
„Að mig minnir fjórum sinnum. Það segir manni líka að það er búið að vera gera það flotta hluti í Breiðablik að það er horft til leikmanna þar, ekki að ástæðulausu.“
Nánari umræðu um Höskuld, mögulega atvinnumennsku og íslenska landsliðið má sjá hér fyrir neðan: