Liverpool vann stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Manchester City á Anfield.
Liverpool hefur verið í töluverðri lægð síðustu tvo mánuði og er langt frá toppsætinu eftir tíu umferðir.
Eitt mark var skorað á Anfield en það gerði Egyptinn Mohamed Salah þegar 76 mínútur voru komnar á klukkuna.
Salah gerði vel í markinu persónulega en stoðsendingin er skráð á markmann liðsins, Alisson.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fékk ekki að klára leikinn á hliðarlínunni en hann kvartaði töluvert í dag og var rekinn burt á 86. mínútu með rautt spjald.
Liverpool var að vinna sinn þriðja deildarleik á tímabilinu en er enn 14 stigum frá toppliði Arsenal.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports í kvöld.
Liverpool: Alisson (9), Milner (8), Gomez (9), Van Dijk (8), Robertson (8), Thiago (7), Elliott (7), Fabinho (7), Salah (8), Firmino (7), Jota (7).
Varamenn: Nunez (5), Carvalho (6), Henderson (6)
Manchester City: Ederson (6), Cancelo (5), Akanji (6), Dias (7), Ake (6), Gundogan (7), Rodri (8), De Bruyne (6), Silva (6), Haaland (6), Foden (7).