Topplið spænsku úrvalsdeildarinnar eigast við í dag en flautað er til leiks klukkan 14:15 á Santiago Bernabeu í Madrid.
Knattspyrnuaðdáendur um allan heim munu sjá þennan leik er Barcelona mætir í heimsókn í hinum fræga El Clasico.
Fyrir leikinn eru bæði lið með 22 stig í tveimur efstu sætunum en Börsungar eru með betri markatölu.
Eftir átta leiki hefur Barcelona aðeins fengið á sig eitt mark og er til alls líklegt á erfiðum útivelli.
Bæði Antonio Rudiger og Thibaut Courtois, markmaður Real, eru ekki með í dag vegna meiðsla.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Real Madrid: Lunin; Carvajal, Militao, Alaba, Mendy; Modrić, Tchouameni, Kroos; Valverde, Benzema, Vinicius.
Barcelona: Ter Stegen, Roberto, Eric, Koundé, Balde, Frenkie De Jong, Busquets, Pedri, Raphinha, Lewandowski, Dembélé.