Björn Bergmann Sigurðarson er leikmaður Molde í Noregi en liðið varð í dag norskur meistari í fimmta sinn.
Því miður hefur Björn Bergmann ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla en Molde er á toppnum með 66 stig eftir 26 umferðir.
Molde lagði lið Lilleström í dag 1-0 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá því síðarnefnda.
Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodo/Glimt sem burstaði Valerenga 6-0 á útivelli.
Brynjar Ingi Bjarnason er leikmaður Valerenga en sat sem fastast á bekknum í tapinu.
Evrópubaráttan er hörð í Noregi en í öðru sæti situr Bodo/Glimt með 51 stig og er Rosenborg í því þriðja með 50 stig.
Þar á eftir kemur einmitt Lilleström með 47 stig þegar fjórar umferðir eru eftir í deildinni.
Brynjólfur Andersen Willumsson var allan tímann á bekk hjá Kristiansund sem tapaði 1-0 heima gegn Haugesund.
Kristiansund er líklega á leið niður í B-deildina en liðið er með 18 stig, níu st igum frá öruggu sæti.
Patrik Gunnarsson varði þá mark Viking sem tapaði 1-0 gegn Sarpsborg en bæði lið eru á þægilegum stað um miðja deild.