Valur 3 – 0 Stjarnan
1-0 Aron Jóhannsson(’18)
2-0 Birkir Már Sævarsson(’50)
3-0 Sigurður Egill Lárusson(’60)
Valur rúllaði yfir Stjörnuna í Bestu deild karla í kvöld en um var að ræða síðari leik kvöldsins.
Fyrr í dag tryggði ÍBV sæti sitt í deildinni með því að leggja Fram 3-1 á útivelli.
Það var ekkert undir nema stoltið á Origo vellinum í kvöld er Valur vann öruggan 3-0 sigur og vann sannfærandi.
Aron Jóhannsson skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik og bættu Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson við í þeim síðari.