Fram 1 – 3 ÍBV
0-1 Sigurður Arnar Magnússon (‘2)
0-2 Sigurður Arnar Magnússon (’31)
0-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’34)
1-3 Þórir Guðjónsson (’67)
ÍBV er búið að tryggja veru sína í Bestu deild karla fyrir næsta ár eftir leik við Fram á útivelli í kvöld.
ÍBV hefur verið í mikilli fallbaráttu í allt sumar og í haust en er nú með 29 stig í 2. sæti neðri hluta deildarinnar.
Eyjamenn unnu mjög góðan 3-1 útisigur á Fram og eru nú komnir fyrir ofan Fram þegar ein umferð er eftir.
ÍBV er með 26 stig úr 24 leikjum en í fallsæti sitja Leiknismenn með 21 stig og ÍA með 19.