Framtíð Antonio Conte hjá Tottenham er í engri hættu og ætlar enska stórliðið að bjóða honum nýjan samning.
Þetta kemur fram í the Daily Mail en samkvæmt miðlinum mun félagið ræða við Conte um framlengingu í næsta mánuði.
Samningur Conte við Tottenham rennur út næsta sumar en félagið á þó möguleika á að framlengja hann um eitt ár.
Ítalinn mun fá launahækkun ef hann skrifar undir nýjan samning en hann þénar nú þegar 13 milljónir punda á ári.
Tottenham réð Conte til starfa í nóvember í fyrra og hefur hann náð ansi góðum árangri með liðið til þessa.