fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Þjóðhátíðar stemming í græna herberginu í Kópavogi næstu vikurnar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. október 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði nýkrýndu Íslandsmeistaranna í Breiðablik var gestur í Íþróttavikunnni með Benna Bó þessa vikuna. Þar var meðal annars farið yfir stundina sem Blikar urðu Íslandsmeistarar.

Ljóst var á mánudagskvöldið síðastliðið að Íslandsmeistaratitillinn myndi enda í höndunum á Blikum. Það varð gulltryggt með tapi Víkinga gegn Stjörnunni.

Blikar urðu því svokallaðir sófameistarar en titlinum var og verður vel fagnað næstu vikurnar en þrjár umferðir eru eftir af Bestu deildinni.

„Þetta var bara gott partý á mánudaginn í græna herberginu undir stúkunni okkar,“ sagði Höskuldur í Íþróttavikunni en leikmenn og þjálfarateymi Blika horfðu saman á leik Stjörnunnar og Víkings.

„Það var æðisleg tilfinning að landa þessum titli og er enn,“ segir Höskuldur en hann segir leikmenn þurfa halda sér réttu megin við línuna þar til mótið klárast. Þá sé hægt að fara alla leið í fögnuði.

„Vissulega er kannski ákveðin þjóðhátíð í gangi í Kópavoginum þessa stundina, eðlilega. Stuðningsmenn okkar eru búnir að bíða eftir þessum titli lengi. Við leikmenn reynum kannski að halda okkur réttu megin um línuna svona á meðan að við erum að klára mótið.“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika sé ekkert að fara leyfa þeim að slaka á.

„Það er ekki í myndinni,“ segir Höskuldur. „Allir leikmenn eru líka til í að klára þetta með sama standard og við höfum verið að setja með spilamennsku okkar í sumar. Það er líka bara skemmtilegra eftir síðasta leik að slútta þessu með alvöru fögnuði.“

Nánari umræðu um Breiðablik og Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Missti af söngleik barnanna vegna vinnunnar

Missti af söngleik barnanna vegna vinnunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mun neita að syngja þjóðsönginn

Mun neita að syngja þjóðsönginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fór í fýlu en er mættur aftur í landsliðið

Fór í fýlu en er mættur aftur í landsliðið
433Sport
Í gær

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu

Gríðarlega spenntur að fylgjast með Elmari Kára í deild þeirra bestu
433Sport
Í gær

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“

Leggur til breytingar á Íslandi – „Í rauninni finnst mér það tímaskekkja“
Hide picture