Það eru litlar líkur á að sóknarmaðurinn Joao Felix munu spila með Atletico Madrid út tímabilið á Spáni.
Þetta segir A Bola í Portúgal en miðillinn segir að Felix vilji komast burt í janúar eftir að hafa misst þolinmæði á stjóra liðsins, Diego Simeone.
A Bola talar um einelti í garð Felix sem var látinn hita upp þrisvar´í Meistaradeildinni á miðvikudag gegn Club Brugge en kom eftir allt saman ekki við sögu.
Felix hefur misst sæti sitt í liði Atletico eftir landsleikjahléð og hefur aðeins tekið þátt í 29 mínútum í október.
A Bola segir að Portúgalinn ætli sér að komast burt í janúar og er Simeone ásakaður um að leggja leikmanninn í einelti á ákveðinn hátt.
Felix verður 23 ára gamall í næsta mánuði og var orðaður við Manchester United í sumar.