Í gær var greint frá því að KR væri að reyna að rifta samningi fyrrum landsliðsmannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar.
Kjartan hefur mikið verið á milli tannana á fólki síðustu tvo daga og einnig eftir Twitter-færslu þar sem hann virðist skjóta á KR og vinnubrögð félagsins.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, staðfesti í kvöld að Kjartan væri enn samningsbundinn KR og er ekki búið að rifta.
Kjartan á enn eitt ár eftir af samningi sínum við KR en var ekki með í kvöld er liðið vann Breiðablik, 1-0
,,Nei nei hann á eitt ár eftir af samningnum,“ sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
KR hafði víst áhuga á að endursemja við Kjartan sem er ekki í sömu lykilstöðu hjá félaginu og hann var áður.
Meira:
Vildu slíta samningi Kjartans og semja við hann upp á nýtt
Færsla Kjartans vekur mikla athygli – Skot á KR?
Formaðurinn neitar að tjá sig um stöðu Kjartans