Goðsögnin Ronaldo var nálægt því að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Brentford fyrir fimm árum síðan.
Það er Ronaldo sjálfur sem greinir frá þessu en hann var magnaður leikmaður fyrir Real Madrid, Inter Milan sem og fleiri lið á sínum tíma.
Ronaldo er eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í dag en hann horfði um tíma til Englands og vildi kaupa Brentford.
Brentford var ekki í efstu deild á þessu tíma en fjórum árum eftir áhuga Ronaldo komst liðið aftur í deild þeirra bestu í fyrsta sinn síðan 1947.
Brasilíumaðurinn festi kaup á Valladolid árið 2018 og síðar Cruzeiro í heimalandinu árið 2021.
,,Ég var mjög nálægt því að kaupa Brentford fyrir fimm eða sex árum. Við vorum mjög nálægt því að komast að samkomulagi,“ sagði Ronaldo.