Það var tölvuleik að kenna að fyrrum enski landsliðsmaðurinn Peter Crouch ákvað að leggja skóna á hilluna.
Crouch segir sjálfur frá þessu en hann spilaði leikinn Call of Duty mikið undir lok ferilsins áður en skórnir fóru í hilluna fyrir þremur árum.
Undir lok ferilsins var Crouch djúpt sokkinn í þennan tölvuleik og hafði það áhrif á eiginkonu hans Abbey Clancy sem var alls ekki ánægð með heimilislífið.
Crouch var að sinna litlu öðru en sjálfum sér á þeim tímapunkti og ákvað að rétti tíminn væri kominn á að einbeita sér meira að fjölskyldulífinu.
Crouch er fyrrum landsliðsmaður Englands og lék með liðum eins og Tottenham og Liverpool.
,,Ferillinn tók enda þegar Abb var læst úti og ég var upptekinn að spila Call of Duty. Ég var með heyrnartólin á mér og míkrafóninn og hún komst ekki inn, ég hafði enga hugmynd,“ sagði Crouch.
,,Ég öskraði og sagði fólki að passa sig, að handsprengja væri á leiðinni. Hún hafði verið fyrir utan í langan tíma og bankaði á dyrnar. Hún fór svo til nágrannana og komst inn þar.“
,,Ég sat ennþá þarna í dimmu herbergi með heyrnartólin á mér og sagði 12 ára krökkum að vernda mig í leiknum.“
,,Þessi svipur sem hún gaf mér, eins og ég væri mesti aulinn. Á þessum tímapunkti ákvað ég að þetta væri búið.“