Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, mun láta sjá sig á verðlaunaafhendingu Ballon d’Or eftir helgi.
Frá þessu greinir portúgalski miðillinn Record en Ronaldo er ekki vanur að mæta á viðburðinn þar sem besti knattspyrnumaður heims á hverju ári er valinn.
Verðlaunahátíðin verður haldin á mánudaginn næsta í París í Frakklandi og verður Ronaldo á meðal gesta.
Það verður í fyrsta sinn í heil fimm ár sem Ronaldo lætur sjá sig en hann var síðast á meðal gesta árið 2017.
Það eru einmitt fimm ár síðan Ronaldo var valinn besti leikmaður heims en hann hefur hlotið þau í fimm skipti.
Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og verður fyrrum liðsfélagi hans, Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, líklega valinn bestur.