Lögreglan í Manchester hefur handtekið Mason Greenwood framherja Manchester United á nýjan leik og er hann nú í haldi lögreglu.
Greenwood var handtekinn í janúar grunaður um að hafa nauðgað og lamið fyrrum unnustu sína.
Nú er búið að kæra þennan fyrrum enska landsliðsmann en þetta kemur fram í enskum miðlum í dag.
Greenwood er ákærður fyrir tilraun til nauðgunar sem og að hafa ráðist að fyrrum kærustu sinni, Harriet Robson.
Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér snemma á þessu ári.
Greenwood hefur hvorki fengið að æfa né spila með United á meðan málið er til rannsóknar. Félagið þarf þó áfram að borga honum tugi milljóna í laun á mánuði.