Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, vakti heldur betur athygli fyrir helgi er hún birti fjölskyldumynd á samskiptamiðlum.
Myndin var af þeim Kai, Klay, Kit og Cass en það eru synir Wayne sem var lengi leikmaður Manchester United og er í dag stjóri DC United í Bandaríkjunum.
Það er eðlilegt að foreldrar birti myndir af börnum sínum en Rooney fjölskyldan er komin í jólagír strax í október.
Á þessari mynd má sjá strákana klædda í jóla náttföt og hafa margir sett spurningamerki við af hverju hún er birt um miðjan október.
,,Það er október, þú ert heldur snemma á ferðinni,“ skrifar ein kona við færslu Coleen og bætir önnur við: ,,Er til dagatal heima hjá ykkur?“
Myndina má sjá hér.