Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé ekki möguleiki fyrir neitt lið að keppa við Englandsmeistara Manchester City á félagaskiptamarkaðnum.
Klopp og hans menn hafa verið frábærir undanfarin ár og veitt City mikla samkeppni en geta þó ekki borgað eins mikið fyrir leikmenn og þeir bláklæddu eða greitt eins há laun.
Klopp segir að City sé í sérflokki þegar komi að leikmannakaupum en liðið fékk til sín líklega besta framherja heims í sumar í Erling Haaland.
,,Þið verðið ekki hrifnir af mínu svari en þið eruð nú þegar með svarið. Enginn getur keppt við City,“ sagði Klopp.
,,Þú ert með besta lið heims og svo bætirðu við besta framherja heims, það skiptir engu máli hvað það kostar, þú gerir það bara.“
,,Ég veit að City mun ekki líka við að heyra þetta, enginn vill heyra þetta. Þið spurðuð spurninguna en þið vitið svarið.“