Reece James, leikmaður Chelsea, mun ekki fara með enska landsliðinu á HM í Katar.
Þetta var staðfest í kvöld en James er að glíma við hnémeiðsli og verður frá næstu átta vikurnar vegna þess.
Það er áfall fyrir enska landsliðið en James hefur rætt við sérfræðing en mun þó sleppa við að fara í aðgerð.
Leikmaðurinn mun ekki taka þátt fyrr en um miðjan desember og er ekki hluti af enska landsliðshópnum fyrir HM.
Þetta er einnig áfall fyrir Chelsea en um er að ræða einn mikilvægasta leikmann liðsins.