Phil Foden, leikmaður Manchester City, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2027.
Þetta staðfesti enska stórliðið í gær en Foden er 22 ára gamall og átti að verða samningslaus árið 2024.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir Englandsmeistarana en Foden er í dag orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Sóknarmaðurinn mun spila stórt hlutverk með enska landsliðinu í næsta mánuði er liðið hefur leik á HM í Katar.
Foden á að baki 182 leiki fyrir Man City á ferlinum og hefur í þeim skorað 52 mörk. Á tímabilinu til þessa hefur hann skorað sjö mörk í 13 leikjum.