Tottenham 2 – 0 Everton
1-0 Harry Kane(’59, víti)
2-0 Pierre-Emile Hojbjerg(’86)
Tottenham fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Everton í lokaleik laugardags.
Tvö mörk voru skoruð í London en þau komu bæði í síðari hálfleik og voru bæði í boði heimamanna.
Harry Kane opnaði markaskorunina á 59. mínútu en hann kom boltanum þá í netið úr vítaspyrnu.
Daninn Pierre Emile Hojbjerg gerði svo alveg út um leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og tryggði 2-0 sigur.
Tottenham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Everton átti aðeins fjórar marktilraunir.