Það fór fram fínasta skemmtun á Craven Cottage í dag í ensku úrvalsdeildinni er Bournemouth kom í heimsókn.
Fulham spilar heimaleiki sína á Craven Cottage og lenti tvívegis undir gegn spræku liði Bournemouth í fjögurra marka leik.
Aleksandar Mitrovic tryggði heimaliðinu stig með marki úr vítaspyrnu en Fulham svaraði báðum mörkum gestanna í leik sem lauk, 2-2.
Wolves lyfti sér úr fallsæti á sama tíma og vann sinn annan leik á tímabilinu gegn Nottingham Forest.
Forest hefur aðeins unnið einn deildarleik og er í botnsætinu með fimm stig úr tíu leikjum.
Fulham 2 – 2 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke(‘2)
1-1 Issa Diop(’22)
1-2 Jefferson Lerma(’29)
2-2 Aleksandar Mitrovic(’52, víti)
Wolves 1 – 0 Forest
1-0 Ruben Neves(’56, víti)