Leicester 0 – 0 Crystal Palace
Leicester City mistókst að skora á heimavelli í dag er liðið spilaði við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester var mun sterkari aðilinn á King Power vellinum og átti 14 marktilraunir gegn átta frá gestunum.
Því miður fyrir heimamenn vildi boltinn ekki inn og er liðið enn í næst neðsta sæti með aðeins fimm stig úr 10 leikjum.
Palace hefur gert betur á tímabilinu og er með 10 stig og situr í 13. sæti.