Lögreglan á Manchester-svæðinu gefur sér engan sérstakan tímaramma í vinnslu við mál Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Gylfi var handtekinn þann 16. júlí í fyrra, fyrir 456 dögum. Varð hann skömmu síðar laus gegn tryggingu.
Fregna var að vænta af málinu nú í sumar, ári frá handtöku. Það hafa hins vegar engar nýjar upplýsingar fengist um málið síðan þá.
„Það er engin endanlegur tímarammi sem slíkur vegna þess að við þurfum að tryggja að framkvæmd sé ítarleg rannsókn áður en skoðað er að fara með málið fyrir dómstóla. Á þessari stundu er vonandi ekki langt í niðurstöðu,“ segir í svari Lögreglunnar á Manchester-svæðinu í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Samningur Gylfa við Everton rann út í sumar. Hann hafði ekkert leikið með liðinu frá því málið kom upp.
Gylfi var um árabil landsliðsmaður Íslands. Hann hefur þó ekki heldur leikið fyrir hönd þjóðarinnar frá því málið sem um ræðir kom upp í fyrra.