Breiðablik 0 – 1 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason(’57)
Breiðablik hélt upp á Íslandsmeistaratitilinn í kvöld í Bestu deild karla og var að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa tryggt titilinn.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í byrjun vikunnar eftir að Víkingur tapaði gegn Stjörnunni óvænt.
Þeir grænklæddu náðu ekki að fagna því með sigri í kvöld er liðið fékk KR í heimsókn og tapaði, 1-0.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði eina markið fyrir KR sem er fyrsta liðið til að leggja Blika á heimavelli síðan í byrjun síðasta tímabils.