Það er óhætt að segja að ÍA sé ekki í góðum málum í Bestu deild karla eftir þá tvo leiki sem voru að klárast nú rétt í þessu.
FH vann Keflavík 3-2 á útivelli og er nú í góðum málum þegar tvær umferðir eru eftir í fallbaráttunni.
FH situr í öruggu sæti með 25 stig en þar fyrir neðan eru Leiknir með 21 stig og ÍA með 19.
Leiknir og ÍA áttust einmitt við á sama tíma í leik sem lauk með 2-2 jafntefli – alls engin draumaúrslit fyrir liðin.
Skagamenn eru sex stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir en liðið er með mun verri markatölu en FH og er á leið niður í Lengjudeildina.
Það þarf einnig mikið til að Leiknismenn haldi sér og þarf liðið að treysta á að Hafnfirðingar misstígi sig í lokaleikjunum.
Keflavík 2 – 3 FH
1-0 Dagur Ingi Valsson(’19)
2-0 Adam Ægir Pálsson(’32)
2-1 Guðmundur Kristjánsson(’38)
2-2 Oliver Heiðarsson(’55)
2-3 Úlfur Ágúst Björnsson(’57)
Leiknir R. 2 – 2 ÍA
1-0 Emil Berger(‘3)
1-1 Aron Bjarki Jósepsson(‘6)
2-1 Bjarki Aðalsteinsson(’27)
2-2 Viktor Jónsson(’44)