Víkingur R. 2 – 2 KA
1-0 Ari Sigurpálsson (’14)
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson (’40)
2-1 Helgi Guðjónsson (’87)
2-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (’91)
Það var ekki mikið undir á Víkingsvelli í kvöld er heimamenn tóku á móti KA í 24. umferð Bestu deildar karla.
Þessi tvö lið hafa nú þegar tryggt sér Evrópusæti og er ljóst að Breiðablik er orðið Íslandsmeistari.
Bæði lið eiga þó möguleika á öðru sætinu þar sem Víkingar sitja með 47 stig eftir jafntefli í kvöld.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en KA er einnig með 47 stig í þriðja sæti en með töluvert verri markatölu.
Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í leiknum stuttu eftir að Helgi Guðjónsson hafði komið Víkingum yfir.